Kemur enginn í stað Salah

Mohamed Salah í leiknum í gær.
Mohamed Salah í leiknum í gær. AFP/Justin Tallis

Framtíð Mohamed Salah hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool er óljós en hann á enn eftir að fá samningstilboð frá félaginu. 

Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur í viðtali við NBC. Þar sagðist hann meðal annars vera vonsvikinn yfir því að honum hafi ekki enn verið boðið nýr samningur. 

Salah skoraði seinni tvö mörk Liverpool í sigri á Southampton, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. 

Einn sá besti allra tíma

Glenn Murray, fyrrverandi framherji Brighton, segir við FootballDaily að það geti enginn komið í stað Salah. 

„Það sem fólk áttar sig ekki á er að hann er klár í 90 mínútur hverja einustu viku. 

Hann verður talinn einn besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar, ég er ekki að segja að hann sé sá besti, en hann er í umræðunni,“ sagði Murray meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert