Salah vonsvikinn út í eigendur Liverpool

Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu í gær.
Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu í gær. AFP/Justin Tallis

Mohamed Salah er vonsvikinn út í eigendur enska knattspyrnufélagsins Liverpool en þeir hafa enn ekki boðið Egyptanum nýjan samning. 

Þetta staðfesti Salah í viðtali við NBC eftir sigur Liverpool á Southampton, 3:2, á útivelli í gær þar sem Salah skoraði seinni tvö mörk Liverpool-liðsins. 

Salah, sem er 32 ára gamall, hefur verið magnaður á tímabilinu og skorað tíu mörk og lagt sex upp í 12 leikjum. Hann er á síðasta ári samnings síns á Anfield.

„Ég elska stuðningsmennina og þeir elska mig. Þetta er hins vegar ekki í okkar höndum, við verðum að bíða og sjá,“ sagði Salah. 

Ertu vonsvikinn að þú hafir ekki fengið nýtt samningstilboð?

„Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Salah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert