Ekki velkominn á Anfield

Michael Owen í leik með Liverpool á sínum tíma.
Michael Owen í leik með Liverpool á sínum tíma. AFP

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Michael Owen hefur lítinn áhuga á að mæta á heimaleiki hjá sínu gamla liði Liverpool.

Owen kom til Liverpool þegar hann var aðeins 12 ára gamall og var hjá félaginu í 13 ár. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með liðinu.

Hann skipti yfir til Real Madrid og fór þaðan til Newcastle. Owen lauk ferlinum með Manchester United, sem stuðningsmenn Liverpool voru ekki sáttir við.

„Ég er ekki velkominn á Anfield. Ég er ekki elskaður þar og það er sárt. Það er betra að ég haldi mér fjarri vellinum,“ sagði Owen í viðtali við The Athletic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka