Amorim ver Ed Sheeran

Rúben Amorim og Ed Sheeran.
Rúben Amorim og Ed Sheeran. AFP/Samsett mynd

Rúben Amorim, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, kom breska söngvaranum Ed Sheeran til varnar á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bodö/Glimt frá Noregi á Old Trafford annað kvöld. 

Manchester United gerði jafn­tefli gegn Ipswich, 1:1, í fyrsta leik Amorims í ensku úr­vals­deild­inni síðasta sunnudag. 

Ed Sheer­an, sem er mik­ill stuðnings­maður og einn eig­anda Ipswich, truflaði viðtal Amorims við SkySports eft­ir leik til að heilsa upp á vin sinn Jamie Red­knapp. 

Fór það illa í marga og baðst Ed Sheeran afsökunar á atvikinu á Instagram-síðu sinni. 

Þið flækið þessa hluti 

„Mér finnst þið á Englandi flækja þessa hluti, þetta var ekkert mál. Hann sagði bara hæ við einn af sérfræðingunum. 

Þetta skiptir mig engu máli, ég var bara að hugsa um leikinn,“ sagði Amorim meðal annars um atvikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka