Pep Guardiola, knattspyrnustjóri karlaliðs Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi í gærkvöldi.
Guardiola sat fyrir svörum eftir að lið hans tapaði niður þriggja marka forskoti gegn Feyenoord frá Hollandi í Meistaradeild Evrópu en leiknum lauk með 3:3-jafntefli.
Guardiola var útklóraður eftir leik og sagðist hafa sjálfur klórað sig því hann vildi „meiða sig.“
Guardiola baðst afsökunar á ummælunum á X-síðu sinni og sagðist ekki ætla hafa gert lítið úr eins alvarlegu máli og sjálfskaða.
Embætti landlæknis bendir á að mikilvægt sé að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða kross-ins 1717, eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-samtakanna s. 552-2218. Píeta-samtökin bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendir landlæknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg-armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-samtökunum í síma 552-2218.