Rauða spjaldið dregið til baka

Christian Nörgaard í baráttunni við André Onana markvörð Manchester United.
Christian Nörgaard í baráttunni við André Onana markvörð Manchester United. AFP/Oli Scarff

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Nörgaard er ekki á leiðinni í þriggja leikja bann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk með Brentford gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag hefur verið dregið til baka.

Nörgaard fékk rautt spjald á 41. mínútu fyrir brot á Jordan Pickford í marki Everton. Var um óviljaverk að ræða því sá danski var að reyna að skora og lenti illa á Pickford.

Þrátt fyrir það ákvað Chris Kavanagh dómari að reka hann af velli eftir skoðun í VAR. Brentford áfrýjaði spjaldinu sem nú hefur verið dregið til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert