Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy gæti verið að taka við karlaliði enska knattspyrnufélagsins Leicester.
FootballInsider greinir frá en Steve Copper var rekinn sem stjóri liðsins um síðustu helgi eftir tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Van Nistelrooy yfirgaf Manchester United þegar Rúben Amorim, nýi stjóri liðsins, tók við. Fyrir það var van Nistelrooy aðstoðarþjálfari Eriks ten Hag og síðar bráðabirgðastjóri eftir að samlandi hans var rekinn undir lok síðasta mánaðar.
Leicester, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, situr í 16. sæti með tíu stig eftir tólf leiki.