Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur eytt rúmlega 12 milljörðum í að reka knattspyrnustjóra frá því að Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013.
The Athletic greinir frá. Hollendingurinn Erik ten Hag var síðasti stjórinn sem United lét fara og kostaði brottrekstur hans félagið 10,4 milljónir punda eða um 1,7 milljarð íslenskra króna.
Þá kostaði ráðningin á Rúben Amorim og aðstoðarmönnum hans samanlagt um ellefu milljónir punda eða tæplega tvo milljarða.
Alls hefur félagið eytt um 70 milljónum punda í að gera upp við knattspyrnustjóra undanfarinn áratug, sem gerir um 12,2 milljarða íslenskra króna.