Meiðslasagan endalausa hjá fyrirliða Chelsea

Reece James ræðir við Enzo Maresca stjóra Chelsea.
Reece James ræðir við Enzo Maresca stjóra Chelsea. AFP/Paul Ellis

Reece James, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er meiddur enn einu sinni meiddur og verður frá út árið. 

Daily Telegraph segir frá en James, sem hefur spilað fjóra leiki á tímabilinu, var ekki með Chelsea í sigrinum á Leicester, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. 

James hefur glímt við endalaus meiðsli eftir að hann komst í lykilhlutverk hjá Chelsea-liðinu og var gerður að fyrirliði. 

Hann missti af mestallri síðustu leiktíð út af meiðslunum og lék aðeins ellefu leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka