Brighton nýtti ekki gullið tækifæri til að komast í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Brighton mátti þá sætta sig við jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn botnliðinu Southampton. Með því jafnaði liðið Manchester City að stigum með 23 stig en er í þriðja sætinu á markatölu.
Southampton situr áfram á botni deildarinnar en er nú með fimm stig.
Japaninn Kaoru Mitoma kom Brighton yfir á 29. mínútu leiksins en Flynn Downes jafnaði fyrir Southampton á 59. mínútu.