Það hefur gengið brösuglega hjá Manchester City undanfarinn mánuð. Liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu sex leikjum og tapað fimm af þeim.
„Ég vil ekki yfirgefa liðið á þessari stundu,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær fyrir leik Manchester City gegn Liverpool á morgun.
„Ég vil vera til staðar. Mig langar að byggja þetta lið upp að nýju á ýmsa vegu frá þessum tímapunkti til lok tímabils, og halda áfram þeirri vegferð á næsta tímabili.
Það er ekkert lið í heiminum sem hefur verið stöðugt í tíu ár. Ekki einu sinni í NBA-deildinni, ekki í tennis, ekki í golfi, ekki í neinni íþrótt,“ sagði Guardiola.
Liverpool getur aukið forskot sitt á toppi deildarinnar í níu stig takist liðinu að vinna City á morgun.
„Ég kenni engum um öðrum en sjálfum mér. Ég ber fulla ábyrgð á gengi liðsins, ég þarf að finna lausn og sanna mig að nýju,“ sagði Guardiola.