Liverpool sannfærandi gegn City

Liverpool vann sannfærandi sigur á Manchester City, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum náði Liverpool aftur níu stiga forskoti á toppi deildarinnar og í leiðinni ellefu stiga forskoti á Manchester City, sem er í fimmta sæti.

Liverpool byrjaði af miklum krafti og Dominik Szoboszlai átti tvö fín skot snemma leiks en Stefan Ortega í marki City varði frá honum í bæði skiptin. Virgil van Dijk skallaði svo í stöngina á 12. mínútu eftir horn.

Liverpool hélt áfram að sækja og Cody Gakpo skoraði fyrsta markið nokkrum sekúndum eftir skallann hjá van Dijk er hann potaði boltanum inn á fjærstöng eftir stórkostlega sendingu frá Mo Salah frá hægri.

Trent Alexander-Arnold og Matheus Nunes eigast við í dag.
Trent Alexander-Arnold og Matheus Nunes eigast við í dag. AFP/Adrian Dennis

Heimamenn fengu svo tvö færi til viðbótar á 19. mínútu. Fyrst skallaði van Dijk rétt framhjá af stuttu færi eftir horn og síðan skaut Gakpo vel yfir úr fínu fær í teignum. Trent Alexander-Arnold átti svo skot rétt framhjá utan teigs á 34. mínútu.

Rico Lewis átti eina færi City í fyrri hálfleik en hann setti boltann framhjá úr teignum með utanfótarskoti á 39. mínútu.

Var Liverpool því með forskot í hálfleik, 1:0.

Liverpool fékk enn og aftur gott færi á 56. mínútu þegar Salah slapp einn í gegn en hann lagði boltann yfir markið. Egyptinn átti svo skot utarlega í teignum á 63. mínútu en þá fór boltinn framhjá.

Liðsmenn Liverpool fagna fyrsta marki leiksins.
Liðsmenn Liverpool fagna fyrsta marki leiksins. AFP/Adrian Dennis

Salah varð hins vegar ekki á nein mistök á 77. mínútu þegar hann skoraði annað mark Liverpool af vítapunktinum eftir að Díaz var felldur innan teigs af Ortega.

Varamaðurinn Kevin De Bruyne fékk gott færi til að minnka muninn á 83. mínútu en Caoimhín Kelleher gerði vel í að verja frá þeim belgíska er hann var sloppinn í gegn.

Eftir það sigldi Liverpool verðskulduðum sigri af öryggi í höfn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Man. United 4:0 Everton opna
90. mín. Leik lokið Sannfærandi sigur Manchester United staðreynd.
Ísland 27:24 Úkraína opna
60. mín. Steinunn Björnsdóttir (Ísland) skoraði mark Ísland er að vinna sinn fyrsta sigur á lokamóti EM!

Leiklýsing

Liverpool 2:0 Man. City opna loka
90. mín. Curtis Jones (Liverpool) á skot sem er varið Walker missir boltann á slæmum stað og nokkrum sekúndum síðar á Jones skot að marki en Ortega gerir vel í að verja.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert