Manchester United vann sannfærandi sigur á Everton í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, 4:0.
Marcus Rashford og Joshua Zirkzee skoruðu tvö mörk hvor og sáu til þess að liðið vann sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Ruben Amorim.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.