Allir nema einn með regnbogabandið

Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool með regnbogabandið.
Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool með regnbogabandið. AFP/Adrian Dennis

Allir fyrirliðar ensku úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu, nema einn, báru fyrirliðaband í regnbogalitunum þegar þrettánda umferð deildarinnar var leikin um helgina.

Þetta var gert til að vekja athygli á baráttu samkynhneigðra en liðin helgi var svokölluð „Regnbogahelgi“ hjá enskum úrvalsdeildarliðum.

Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, ákvað að taka ekki þátt af trúarlegum ástæðum en hann er múslimi og hefur leikið níu landsleiki fyrir Egyptaland. Hann er þó fæddur og uppalinn á Englandi en faðir hans er egypskur.

Forráðamenn Ipswich sögðu að þeir myndu virða þessa ákvörðun fyrirliða síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka