Eiður: Mega ekki láta blekkjast

Eiður Smári Guðjohnsen sagði að stuðningsmenn Manchester  United mættu ekki láta blekkjast af stórsigrinum á Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, 4:0.

Eiður, Kjartan Henry Finnbogason og Hörður Magnússon ræddu um United í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöld.

„Þeir mega ekki láta blekkjast af þessum leik. Þetta var þægilegur heimaleikur og allir sáu úrslitin fyrir fram en um leið og þriðja og fjórða markið koma fara væntingarnar af stað,“ sagði Eiður Smári.

Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka