Fær tvo leiki til þess að bjarga starfinu

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Glyn Kirk

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, fær tvo leiki til þess að bjarga starfinu.

Það er Telegraph sem greinir frá þessu en Rooney, sem er 39 ára gamall, tók við þjálfun liðsins í sumar.

Plymouth hefur ekki gengið vel á tímabilinu og situr sem stendur í 21. sæti B-deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki af 18 á tímbilinu en Guðlaugur Victor Pálsson er samningsbundinn enska liðinu.

Framundan eru tveir heimaleikir hjá liðinu í B-deildinni, gegn Oxford og Swansea, og ef liðið tapar báðum leikjunum verður Rooney að öllum líkindum sagt upp störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka