Salah jafnaði við Rooney

Mohamed Salah fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 2:0 …
Mohamed Salah fagnar eftir að hafa komið Liverpool í 2:0 gegn Manchester City í gær. AFP/Adrian Dennis

Mohamed Salah, egypski sóknarmaðurinn hjá Liverpool, jafnaði met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar lið hans lagði Manchester City, 2:0, í stórleik helgarinnar.

Salah var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum og þetta er í 36. sæti sem hann afrekar slíkt í úrvalsdeildinni.

Þar með náði hann Wayne Rooney sem lék sama leik, skoraði og lagði upp mark í sama leiknum, í 36 skipti fyrir Manchester United og Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka