Telur Manchester City vera í allt annarri stöðu

Erling Haaland framherji Manchester City ræðir við knattspyrnustjórann Pep Guardiola.
Erling Haaland framherji Manchester City ræðir við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. AFP/Adrian Dennis

Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi knattspyrnumaður Liverpool og enska landsliðsins, telur að Englandsmeistarar Manchester City séu í baráttu um efstu fjögur sætin. 

Manchester City tapaði fyrir toppliði Liverpool, 2:0, á Anfield í gær en það var fjórði tapleikur liðsins í röð. 

City situr nú í fimmta sæti ensku deildarinnar með 23 stig eftir 13 leiki en liðið hefur orðið Englandsmeistari fjögur ár í röð og í sex af síðustu sjö tímabilum. 

Hins vegar er City-liðið nú ellefu stigum á eftir Liverpool. 

„Ég sé ekki City koma til baka eftir þetta. City vinnur ekki deildina á þessu tímabili. 

Þetta er smákreppa hjá Manchester City sem minnir á Liverpool fyrir tveimur árum. Ég held í alvöru að þeir gætu verið að berjast um að ná topp fjórum,“ sagði Carragher á SkySports en efstu fjögur sætin veita þátttöku í Meistaradeild Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka