Fjögurra marka leikur í Leicester (myndskeið)

Leicester hafði betur gegn West Ham, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í fyrsta leik Leicester eftir að Ruud van Nistelrooy tók við liðinu.

Jamie Vardy, Bilal El Khannouss og Patson Daka gerðu mörk Leicester í sannfærandi sigri. Niclas Füllkrug lagaði stöðuna í blálokin fyrir West Ham.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert