Crystal Palace hafði betur gegn Ipswich, 1:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði franski framherjinn Jean-Philippe Mateta sigurmark Palace á 59. mínútu eftir undirbúning hjá Eberechi Eze.
Palace er í 16. sæti með 12 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti, á meðan Ipswich er í 19. sæti með níu stig, þremur stigum frá öruggu sæti.