Sá besti úr leik næstu vikurnar

Emiliano Martínez ver frá Cole Palmer í leiknum gegn Chelsea.
Emiliano Martínez ver frá Cole Palmer í leiknum gegn Chelsea. AFP/Glyn Kirk

Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez verður ekki með enska knattspyrnuliðinu Aston Villa næstu vikurnar.

Martínez fór af velli í hálfleik þegar Villa tapaði 3:0 fyrir Chelsea á sunnudaginn og samkvæmt argentínska fjölmiðlinum TyC Sport er hann fingurbrotinn í kjölfarið á návígi við Nicholas Jackson, framherja Chelsea, í leiknum.

Svíinn Robin Olsen leysti Martínez af hólmi í síðari hálfleik og  verður væntanlega á milli stanganna hjá Villa næstu vikurnar.

Martínez var í haust kjörinn besti markvörður heims, annað árið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert