Stjóraskipti hjá Lundúnafélaginu?

Julen Lopetegui gæti misst vinnuna á næstu dögum.
Julen Lopetegui gæti misst vinnuna á næstu dögum. AFP/Benjamin Cremel

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham íhuga að reka Spánverjann Julen Lopetegui og ráða Portúgalann Sérgio Conceicao í staðinn.

The Guardian greinir frá. Lopetegui hefur valdið vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili sem stjóri West Ham og er liðið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.

West Ham fékk skell gegn Arsenal, 5:2, síðasta laugardag og gæti leikurinn við Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verið síðasti leikur Lopetegui með liðið.

Conceicao er án félags sem stendur en hann gerði Porto í þrígang að portúgölskum meisturum og fór tvisvar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert