Fyrsta tap Amorims kom gegn Arsenal

William Saliba fagnar í kvöld.
William Saliba fagnar í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Arsenal og Manchester United áttust við í Ensku úrvalsdeildinni í kvöld og lauk leiknum með sigri Arsenal, 2:0. Leikurinn fór fram á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium.

Eftir leikinn er Arsenal með 28 stig í 3. sæti en með jafn mörg stig og Chelsea sem er í 2. sæti. Manchester United er áfram með 19 stig í 11. sæti og gæti fallið niður í það 12. ef Fulham vinnur Brighton á morgun.

Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og má segja að um týpískan stórleik hafi verið að ræða þar sem bæði lið voru varkár og gáfu engin færi á sér. Leikmenn Arsenal voru þó hættulegri í föstum leikatriðum og voru tvisvar sinnum nálægt því að skora eftir hornspyrnu.

Rasmus Höjlund og William Saliba eigast við í kvöld.
Rasmus Höjlund og William Saliba eigast við í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Leikmenn United voru aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik þó að fátt hafi verið um færi. Gestirnir frá Manchester fengu þó frábært færi á 43. mínútu leiksins þegar Diogo Dalot skaut boltanum hægra megin í teignum fram hjá fjærstöng Arsenal.

Staðan í hálfleik var markalaus, 0:0.

Manchester United gerði eina breytingu í hálfleik þegar Tyrell Malacia fór af velli fyrir Amad Diallo.

Leikmenn Arsenal byrjuðu seinni hálfleik með látum og fóru strax að hóta marki. Gabriel Martinelli átti fyrsta færi seinni hálfleiks þegar skot hans hafði viðkomu í Harry Maguire áður en André Onana varði boltann.

AFP

Stuttu síðar átti Declan Rice skot að marki en hættulegt skot hans hafði viðkomu í varnarmanni United og fór yfir markið.

Á 53. mínútu fengu leikmenn Arsenal hornspyrnu. Boltinn barst fyrir markið á Jurrien Timber sem skallaði boltann í nærhornið og skoraði. Staðan var 1:0 fyrir Arsenal.

Ruben Amorin stjóri United gerði í kjölfarið þrefalda skiptingu þar sem Marcus Rashford, Joshua Zirkzee og Leny Yoro komu allir inn á í liði gestanna en Yoro var að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir United eftir að hafa komið frá Lille í Frakklandi síðasta sumar.

Við markið opnaðist leikurinn aðeins og fengu leikmenn Arsenal tækifæri til að auka muninn eftir hornspyrnu en það tókst ekki.

Á 66. mínútu fékk Manchester United aukaspyrnu hægra megin við vítateig Arsenal. Bruno Fernandes gaf boltann fyrir markið og skallaði Matthijs De Ligt að marki Arsenal í sannkölluðu dauðafæri en David Raya markvörður Arsenal varði stórkostlega.

AFP

Arsenal komst í 2:0 á 73. mínútu og aftur var það eftir hornspyrnu. Boltinn kom fyrir markið og þar var Thomas Partey sem skallaði boltann í afturendann á William Saliba sem skoraði.

Rúmlega mínútu seinna komst Kai Havertz í dauðafæri þegar hann komst einn inn fyrir vörn United en André Onana sá við honum og varði í horn. Stuttu síðar skallaði Mikel Merino rétt fram hjá marki United í sannkölluðu dauðafæri eftir enn eina hornspyrnuna og ljóst að leikmenn United réðu ekkert við hornspyrnur Arsenal.

Arsenal hélt áfram að sækja að marki United og virtist sem gestirnir gæfust upp.

United fékk ágætis færi til að minnka muninn á 86. mínútu þegar Antony átti gott skot sem David Raya varði.

Lokatölur á Emirates Stadium voru 2:0 fyrir heimamönnum í Arsenal.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Newcastle 3:3 Liverpool opna
90. mín. Fabian Schär (Newcastle) skorar 3:3 - SCHAR JAFNAR METIN!Svakaleg mistök hjá Kelleher. Það er aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Liverpool og þetta virðist vera á leiðinni útaf og Kelleher lætur boltann fara en Fabian Schar er á fjarstönginni og setur þetta inn úr ansi þröngri stöðu. Rosalegur leikur. Þetta heldur bara áfram.

Leiklýsing

Arsenal 2:0 Man. United opna loka
90. mín. 4 mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert