Neitaði að sýna hinsegin fólki stuðning

Noussair Mazraoui hafði lítinn áhuga á að sýna hinsegin fólki …
Noussair Mazraoui hafði lítinn áhuga á að sýna hinsegin fólki stuðning. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Noussair Mazraoui, leikmaður Manchester United, neitaði að taka þátt í fyrirhuguðu framtaki félagsins við að sýna hinsegin fólki stuðning.

Leikmenn United ætluðu að klæðast sérstökum jakka til styrktar hinsegin fólki fyrir leikinn gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Mazraoui neitaði að taka þátt í framtakinu þar sem hann er múslími og var því hætt við, svo hann yrði ekki eini leikmaðurinn sem ekki klæddist jakkanum.

Leikmenn Manchester United hafa klæðst slíkum jökkum einu sinni á undanförnum tveimur tímabilum og samkvæmt The Athletic eru einhverjir leikmenn mjög ósáttir við Marokkómanninn.

Hann hefur áður neitað því að sýna hinsegin fólki stuðning því hann tók sömu ákvörðun er hann var leikmaður Bayern München í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert