Liverpool tapaði stigum í sex marka leik

Curtis Jones og Sandro Tonali berjast um boltann í kvöld.
Curtis Jones og Sandro Tonali berjast um boltann í kvöld. AFP/Paul Ellis

Newcastle og Liverpool gerðu 3:3 jafntefli í rosalegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á St. James’ Park í kvöld.

Það héldu flestir að Liverpool væri að taka stigin þrjú heim til Liverpool eftir að Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 83. mínútu leiksins en Fabian Schar jafnaði metin á 90. mínútu leiksins eftir mistök Caoimhin Kelleher í marki Liverpool. Þessi úrslit þýða að forysta Liverpool er núna sjö stig á toppi deildarinnar en liðið er með 35 stig eftir 14 leiki. Newcastle er aftur á móti í tíunda sæti deildarinnar með 20 stig.

Það var ljóst strax í upphafi leiksins að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt en á 2. mínútu leiksins átti Sandro Tonali fínt skot á markið sem Caoimhin Kelleher varði í horn. Leikmenn Newcastle pressuðu gestina mjög hátt á vellinum og voru leikmenn Liverpool í miklum vandræðum með að koma boltanum upp völlinn. Eftir nokkuð erfiða byrjun náði Liverpool stjórn á leiknum og tvívegis var Alexis Mac Allister nálægt því að koma Liverpool yfir. Á 14. mínútu átti hann skot sem Nick Pope varði vel og aðeins einni mínútu síðar átti Mac Allister skot í stöngina.

AFP/Paul Ellis

Eftir þessa stuttu rispu tóku leikmenn Newcastle völdin á vellinum og það var bara þannig að heimamenn voru fyrri í alla bolta og létu vel finna fyrir sér. Jacob Murphy var nálægt því að koma Newcastle yfir á 22. mínútu en þá átti hann skot í stöngina. Svo kom Kelleher í veg fyrir að Bruno Guimaraes kæmi heimamönnum yfir með góðri markvörslu aðeins einni mínútu síðar.

Áfram héldu leikmenn Newcastle að banka og markið kom loksins á 35. mínútu en þá átti Bruno Guimaraes flotta sendingu inn fyrir vörn Liverpool á Alexander Isak sem lét vaða á markið fyrir utan teiginn og smellti boltanum efst í markhornið. Virkilega smekklega gert hjá Isak. Aðeins þremur mínútum síðar fékk Anthony Gordon mjög gott tækifæri til að koma heimamönnum í 2:0 en Kelleher varði vel frá honum.

Það tók Liverpool aðeins fimm mínútur að jafna metin í seinni hálfleik en á 50. mínútu leiksins átti Salah flotta sendingu fyrir markið og þar kom Curtis Jones á ferðinni og smellti boltanum í netið af stuttu færi. Næstu mínútur sóttu leikmenn Liverpool af miklum krafti og átti meðal annars Cody Gakpo gott skot sem var varið. Á 62. mínútu leiksins komst Newcastle yfir í annað sinn í leiknum og að þessu sinni var það Alexander Isak sem átti fína sendingu á Anthony Gordon sem plataði Joe Gomez og setti boltann í hornið.

AFP/Paul Ellis

Í kjölfarið gerði Liverpool þrefalda skiptingu og meðal þeirra sem komu inn á var Trent Alexander-Arnold og hann átti heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum. Aðeins einni mínútu eftir að komið var inn á átti Trent Alexander-Arnold góða sendingu á Salah sem setti hann smekklega í fjarhornið og jafnaði metin í 2:2. Jacob Murphy hefði átt að koma heimamönnum yfir á 73. mínútu en þá var hann kominn einn í gegn á móti Kelleher sem kom langt út á móti honum en Murphy ákvað að skjóta en setti boltann fram hjá opnu marki.

Mohamed Salah var svo nálægt því að koma Liverpool yfir á 82. mínútu en þá átti hann hörkuskot í stöngina af stuttu færi en hann náði að koma boltanum í netið mínútu síðar og aftur var það Trent Alexander-Arnold sem átti sendinguna á hann. Salah sneri sér smekklega við inni á teig Newcastle og smellti boltanum í netið og kom Liverpool í 3:2. Eftir þetta mark reyndu leikmenn Liverpool að sigla liðinu heim en heimamenn voru ekki hættir.

AFP/Paul Ellis

Á 90. mínútu leiksins fékk Newcastle aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Bruno Guimaraes tók spyrnuna og setti boltann á fjarstöngina. Kelleher kom hlaupandi og virtist ætla að grípa boltann en hætti við og ætlaði að láta boltann fara aftur fyrir en Fabian Schar var á fjærstönginni. Liverpool náði að troða boltanum inn úr þröngu færi og jafna metin í 3:3 og það urðu lokatölur leiksins.

Næsta verkefni Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er leikur gegn Brentford á útivelli á laugardaginn en Liverpool heimsækir granna sína í Everton sama dag. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Arsenal 2:0 Man. United opna
90. mín. Leik lokið Hornspyrnur Arsenal voru erfiðar fyrir leikmenn United.

Leiklýsing

Newcastle 3:3 Liverpool opna loka
90. mín. Fabian Schär (Newcastle) skorar 3:3 - SCHAR JAFNAR METIN!Svakaleg mistök hjá Kelleher. Það er aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Liverpool og þetta virðist vera á leiðinni útaf og Kelleher lætur boltann fara en Fabian Schar er á fjarstönginni og setur þetta inn úr ansi þröngri stöðu. Rosalegur leikur. Þetta heldur bara áfram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert