Varnarmennirnir Jurrien Timber og William Saliba sáu um að gera mörk Arsenal er liðið sigraði Manchester United, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Komu bæði mörkin eftir hornspyrnu, þar sem Arsenal hefur verið í sérflokki á leiktíðinni. Tapið var það fyrsta hjá United eftir að Rúben Amorim tók við.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.