Það bendir allt til þess að spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui verði sagt upp störfum hjá West Ham fyrir helgi.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Lopetegui tók við stjórnartaumunum hjá West Ham í sumar.
Liðið hefur hins vegar valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og situr sem stendur í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með 15 stig, 6 stigum frá fallsæti.
West Ham tapaði illa fyrir Leicester í 14. umferð deildarinnar á útivelli í gær og verður það að öllum líkindum síðasti leikur Spánverjans með liðið.
Hann yrði þá þriðji stjórinn í deildinni sem yrði sagt upp störfum á tímabilinu en Erik ten Hag var rekinn frá Manchester United í október og Steve Cooper hlaut sömu örlög hjá Leicester í nóvember.