Carragher gefur Trent ráð

Trent Alexander-Arnold og Jamie Carragher.
Trent Alexander-Arnold og Jamie Carragher. AFP/Paul Ellis

Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út næsta sumar og er Englendingurinn sterklega orðaður við Real Madrid og fleiri lið.

„Trent ætti að vera elskaður sama hvað gerist, en hann verður meira virtur heldur en elskaður ef hann fer í sumar,“ sagði Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool.

„Mín ráðgjöf til Trent væri að skrifa undir nýjan samning við Liverpool með klásúlu um sanngjarnt söluverð.

Þannig hafi Real enn áhuga þá getur Liverpool fengið eitthvað fyrir Trent og hans verður minnst sem besta hægri bakverði í sögu Liverpool,“ sagði Carragher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert