Leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur verið frestað vegna veðurs. Í morgun var gefin út viðvörun vegna stormsins Darragh og þurfti því að fresta leiknum.
Leikurinn átti að fara fram í hádeginu á Goodison Park, heimavelli Everton.
Hér fyrir neðan má sjá tilkynning Liverpool en ekki er vitað hvenær leikurinn verður spilaður.
We can confirm today’s Premier League fixture against Everton at Goodison Park has been postponed.
— Liverpool FC (@LFC) December 7, 2024