Erfiðara verður fyrir enska knattspyrnufélagið Liverpool að semja við Trent Alexander-Arnold heldur en Mohamed Salah og Virgil van Dijk.
SkySports segir frá en samkvæmt miðlinum hefur Liverpool hafið samningsviðræður við alla þrjá, sem eiga hver hálft ár eftir af samningi sínum.
Þá eru Salah og van Dijk sagðir vilja ólmir halda áfram í Liverpool-borg en að annað mál sé á borðinu hjá Alexander-Arnold.
Spænska stórveldið Real Madrid hefur gríðarlegan áhuga á leikmanninum en hann sagðist nýverið vilja vinna gullboltann, sem að mörgum þykir líklegra að hann geti gert í Madridarborg.