Metin féllu hjá Chelsea-manninum

Cole Palmer óstöðvandi.
Cole Palmer óstöðvandi. AFP/Ben Stansall

Cole Palmer sló tvö met þegar hann skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum í 4:3-sigri Chelsea á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Palmer hefur nú skorað úr flestum vítaspyrnum í rúmlega þriggja áratuga sögu úrvalsdeildarinnar án þess að klúðra einni einustu. Hefur Englendingurinn skorað úr öllum tólf spyrnum sínum til þessa.

Eftir að hafa skorað mörkin tvö kom Palmer að marki með beinum hætti í enn eitt skiptið á árinu en hann hefur alls skorað eða lagt upp 38 mörk í úrvalsdeildinni á almanaksárinu.

Það er sömuleiðis met hjá Chelsea í deildinni en Jimmy-Floyd Hasselbaink skoraði eða lagði upp 37 mörk fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka