Mikilvægur sigur West Ham

Jarrod Bowen fagnaði með treyju liðsfélaga síns Michail Antonio sem …
Jarrod Bowen fagnaði með treyju liðsfélaga síns Michail Antonio sem lenti í bílslysi á dögunum. AFP/Adrian Dennis

West Ham vann mikilvægan sigur á Wolves, 2:1, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Lundúnum í kvöld. 

Eftir sigurinn er West Ham með 18 stig í 14. sæti en Wolves er með níu stig í 19. og næstneðsta sæti. 

Tomas Soucek og Jarrod Bowen skoruðu mörk West Ham en Matt Doherty jafnaði fyrir Wolves á milli markanna tveggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert