Vill fá Pogba aftur á Old Trafford

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Isabella Bonotto

Frakkinn Louis Saha, fyrrverandi knattspyrnumaður enska félagsins Manchester United, vill að samlandi sinn Paul Pogba snúi aftur til Manchester-borgar. 

Pogba rifti samningi sínum við Juventus í síðasta mánuði en hann var úr­sk­urðaður í fjög­urra ára keppn­is­bann af ít­alska lyfja­eft­ir­lit­inu vegna lyfjam­is­ferl­is á  síðasta ári en Alþjóðaíþrótta­dóm­stóll­inn stytti bann Pogba í 18 mánuði fyrr á þessu ári.

Hann get­ur því byrjað að keppa á nýj­an leik í mars á næsta ári og hef­ur meðal ann­ars verið orðaður við fé­lög í bæði Banda­ríkj­un­um og Sádi-Ar­ab­íu.

Þetta er frábært tækifæri

Pogba gekk til liðs við United árið 2009 og lék með ung­lingaliði fé­lags­ins til 2012 þegar hann samdi við Ju­vent­us. Hann snéri svo aft­ur til Eng­lands árið 2016 og lék með United út keppn­is­tíma­bilið 2021-22.

Louis Saha vill sjá hann hjá Manchester United á nýjan leik. 

„Þegar ég hugsa um Pogba þá eru fleiri kostir við að kaupa hann en ekki. Manchester United ætti að vera á eftir honum í janúar. 

Í rauninni eiga öll bestu liðin í ensku deildinni að sjá þetta sem frábært tækifæri,“ sagði Saha við DailyExpress. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert