Kallaði eigin stuðningsmenn vitleysinga

Neil Harris kallaði stuðningsmenn vitlausa.
Neil Harris kallaði stuðningsmenn vitlausa. Ljósmynd/Millwall

Enska knattspyrnufélagið Millwall leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra en Neil Harris mun láta af störfum í byrjun næstu viku.

Harris kallaði lítinn hluta stuðningsmanna félagsins vitleysinga í viðtali við Sky eftir tap gegn Coventry, 1:0, á heimavelli í ensku B-deildinni á laugardaginn var.

Millwall lék án Japhet Tanganga, Jake Cooper og Romain Esse í leiknum en þeir eru allir lykilmenn. Þrátt fyrir það var hluti stuðningsmanna Millwall allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins og lét óánægju sína í ljós eftir leik.

Harris brást við með áðurnefndum ummælum. Í kjölfarið ákváðu Harris og stjórn félagsins að hann myndi láta af störfum eftir leikinn við Middlesbrough á útivelli á laugardag.

Millwall er í ellefta sæti B-deildarinnar með 25 stig eftir 18 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert