Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, sem sér um knattspyrnumálin hjá Manchester United, heldur áfram að skera niður hjá félaginu og minnka kostnað.
The Telegraph greinir frá í dag að almennt starfsfólk United fái mun ódýrari jólagjöf í ár en áður.
Hefur starfsfólk á skrifstofu félagsins fengið gjafabréf upp á 100 pund í jólagjöf undanfarin ár en fær í ár 40 punda gjafabréf í verslunarkeðjunni M&S.