Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham eftir að hún varð tveggja barna móðir er liðið sigraði Southampton örugglega, 3:0, í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöldi.
Dagný innsiglaði sigur Lundúnaliðsins með marki í uppbótartíma er hún afgreiddi boltann vel úr teignum.
Samfélagsmiðlar West Ham vekja athygli á því að markið sé það fyrsta hjá Dagnýju eftir barnsburð en það má sjá hér fyrir neðan.
Dagný delivers ❤️🔥
— West Ham United Women (@westhamwomen) December 12, 2024
Brynjarsdóttir’s first goal postpartum seals a special memory as we reach the Women's League Cup quarters 🏆 pic.twitter.com/Vhx1SiQ8LR