Fyrsta mark Dagnýjar eftir barnsburð (myndskeið)

Dagný kampakát með liðsfélögum sínum eftir markið.
Dagný kampakát með liðsfélögum sínum eftir markið. Ljósmynd/West Ham

Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham eftir að hún varð tveggja barna móðir er liðið sigraði Southampton örugglega, 3:0, í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöldi.

Dagný innsiglaði sigur Lundúnaliðsins með marki í uppbótartíma er hún afgreiddi boltann vel úr teignum.

Samfélagsmiðlar West Ham vekja athygli á því að markið sé það fyrsta hjá Dagnýju eftir barnsburð en það má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert