Ætlar að reyna að sannfæra Arsenal-manninn

Thomas Tuchel og Ben White.
Thomas Tuchel og Ben White. Ljósmynd/Samsett/AFP

Thomas Tuchel, sem tekur við sem þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í janúar, kveðst ætla að reyna að sannfæra Ben White, varnarmann Arsenal, um að snúa aftur í landsliðið.

White hefur ekki gefið kost á sér í enska landsliðið undanfarin tvö ár eftir að hafa farið í fússi af HM 2022 í Katar í kjölfar rifrildis við Steve Holland, þáverandi aðstoðarþjálfara liðsins.

Já, ég mun setja mig í samband við hann. Þetta ætti að vera hreint, hreinn skjöldur og skýr samskipti. Það byrjar í janúar. Ég verð á leikjum frá því í janúar.

Ég mun samt ekki trufla leikmenn og þeir ættu bara að vita af því að stjórinn er á leikjum frá og með janúar. Þá mun ég auðvitað reyna að tala við þá.

En ég mun einnig sýna virðingu fyrir leikjadagskrá þeirra, því hún er þétt hlaðin í janúar, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, sagði Tuchel á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert