Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, er yfir sig hrifinn af spilamennsku Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili.
Chelsea fær Brentford í heimsókn í deildinni næstkomandi sunnudagskvöld.
„Chelsea gæti verið besta lið úrvalsdeildarinnar á þessari stundu. Þeir eru jafnvel í betra formi en Liverpool þó það sé á toppi deildarinnar
Þeir spila ótrúlegan fótbolta og eru mjög vel þjálfaðir. [Enzo] Maresca hefur unnið frábært starf til þessa með þjálfarateymi sínu og þeir líta afskaplega hættulegir út,“ sagði Frank á fréttamannafundi í dag.