Dæmi ekki Darwin eftir mörkum

Darwin Nunez í hörðum slag við Dan Burn hjá Newcastle.
Darwin Nunez í hörðum slag við Dan Burn hjá Newcastle. AFP/Paul Ellis

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, kom úrúgvæska sóknarmanninum Darwin Nunez til varnar á fréttamannafundi í morgun.

Nunez hefur aðeins náð að skora þrjú mörk á tímabilinu og hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir að nýta ekki marktækifærin sem hann fær.

„Darwin er í stóru hlutverki. Hann hefur ekki skorað eins mikið og við hefðum viljað, eða eins og hann hefði viljað, en vinnusemin í honum skilar miklu fyrir liðið.

Hann er hlekkur í liði sem skorar mikið af mörkum, ég dæmi ekki frammistöðu Darwins bara eftir mörkunum sem hann skorar,“ sagði Arne Slot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert