Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah verður áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool á næstu leiktíð að mati Jamies Carraghers, fyrrverandi leikmanns liðsins og sparkspekings hjá Sky Sports.
Salah, sem er 33 ára gamall, hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarnar vikur en samningur hans í Bítlaborginni rennur út næsta sumar.
Á dögunum bárust fréttir af því að Liverpool hefði boðið Salah nýjan samning en Carragher telur að valkostir Salah séu ekki margir, fari svo að hann yfirgefi Liverpool.
„Hvað er Real Madrid með marga sóknarmenn? Fjárhagsstaða Barcelona er eins og hún er og París SG er langt því að vera í sama klassa og Liverpool,“ sagði Carragher í Stick to Football-hlaðvarpinu.
„Eins og staðan er í dag þá eru það fimm lið sem eru líklegust til þess að vinna Meistaradeildina og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram á Anfield því valkostirnir eru ekki margir.
Hann er ekki tilbúinn til þess að fara til Sádi-Arabíu. Hann fer þangað eftir þrjú ár, hann er ennþá hungraður í met og árangur,“ bætti Salah við.