Hefur áhrif á svefn og mataræði

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Isabella Bonotto

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að afleitt gengi liðsins að undanförnu hafi haft ýmis slæm áhrif á sig.

„Hugarástand mitt er ljótt. Svefninn minn er verri og ég borða minna þar sem meltingin hefur versnað.

Það er í lagi með mig,“ sagði Guardiola í samtali við fyrrverandi knattspyrnumanninn Luca Toni á Amazon Prime Sport fyrir leik Man. City gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni.

Juventus vann þann leik 2:0 og hefur Man. City þar með aðeins unnið einn leik af síðustu tíu í öllum keppnum.

„Á góðum augnablikum er ég hamingjusamari en þegar kemur að næsta leik hef ég áhyggju af því sem ég þarf að gera. Það er engin mannvera sem framkvæmir eitthvað og lætur sig engu varða hvernig hún stendur sig,“ bætti Guardiola við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert