Arne Slot var í dag útnefndur knattspyrnustjóri nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni eftir mikla sigurgöngu Liverpool.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hollendingurinn verður þessa heiðurs aðnjótandi en hann tók við Liverpool í sumar af Jürgen Klopp og liðið hefur verið nánast ósigra í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni undir hans stjórn.
Liverpool vann tvöfalt því Mohamed Salah var kjörinn besti leikmaður deildarinnar í nóvember.