Annað jafntefli Arsenal í röð

Mikel Merino og Jack Harrison.
Mikel Merino og Jack Harrison. AFP/Adrian Dennis

Arsenal og Everton gerðu markalaust jafntefli í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal er áfram í þriðja sæti með 30 stig, sex stigum á eftir Liverpool sem er á toppnum. Everton er í 15. sæti með 15 stig.

Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill. Arsenal var með mikla stjórn á leiknum en skapaði sér lítið af færum. Martin Ödegaard fékk gott færi á 29. mínútu eftir góðan undirbúning frá Bukayo Saka en skot hans var glæsilega varið af Jordan Pickford.

Markalaust í hálfleik.

Arsenal var áfram með stjórnina í síðari hálfleik. Liðið náði þó lítið að ógna og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:2 Fulham opna
90. mín. Leik lokið Liverpool legið í sókn síðan þeir skoruðu seinna jöfnunarmarkið en ná ekki að koma inn sigurmarki og leikurinn endaði 1:1.

Leiklýsing

Arsenal 0:0 Everton opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka