Ipswich stal sigrinum í uppbótartíma er liðið hafði betur gegn Wolves, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Jack Taylor skoraði sigurmarkið en Matt Doherty, varnarmaður Wolves, skoraði sjálfsmark. Brasilíumaðurinn Matheus Cunha skoraði mark Úlfanna.
Mörkin og helstu atvik má sjá í myndskeiðinu en mbl.is sýnir efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann Sport.