Forest stal sigrinum á lokamínútunum

Nottingham Forest hafa unnið tvo leiki í röð.
Nottingham Forest hafa unnið tvo leiki í röð. AFP/Oli Scarff

Nottingham Forest vann dramatískan sigur gegn Aston Villa, 2:1, í 16. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jhon Durán Aston Villa yfir á 63. mínútu. Á 87. mínútu  jafnaði Serbinn Nikola Milenkovic metin fyrir Forest.

Svíinn Anthony Elanga skoraði sigurmarkið fyrir Forest á þriðju mínútu uppbótartímans og tryggði stigin þrjú.

Nottingham Forest situr í fjórða sæti með 28 stig en Aston Villa er í sjötta sæti með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert