Liverpool-menn sóttu stig manni færri

Andreas Pereira kom Fulham yfir.
Andreas Pereira kom Fulham yfir. AFP/Oli Scarff

Liverpool og Fulham gerðu 2:2 jafntefli í dramatískum leik á Anfield í 15. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Liverpool er með 36 stig á toppi deildarinnar og Fulham með 24 í níunda sæti.

Fulham komst 1:0 yfir eftir aðeins 11 mínútur en markið skoraði Andreas Pereira eftir stoðsendingu frá Antonee Robinson.

Andrew Robertson, varnarmaður Liverpool, komst fyrir skot Pereira en boltinn fór í hann og í þaknetið og Alisson Becker átti ekki möguleika í markinu.

Vandræði Robertson héldu áfram á 17. mínútu þegar hann missti boltann frá sér og Harry Wilson stökk á tækifærið og var að fara einn á móti markmanni. Þá fór Robertson í tæklingu sem var illa tímasett og fékk beint rautt spjald.

Fimm spjöld fóru á loft í fjörugum fyrri hálfleik og þrjú þeirra komu á fyrstu tíu mínútum leiksins.

Tony Harrington að sýna Andrew Robertson rauða spjaldið.
Tony Harrington að sýna Andrew Robertson rauða spjaldið. AFP/Oli Scarff

Liverpool-menn voru manni færri og marki undir í byrjun seinni hálfleiks en komu sterkir inn og voru með öll tök á leiknum og það tók þá aðeins tvær mínútur að jafna.

Það gerði Cody Gakpo með glæsilegum skalla eftir sendingu frá Mohamed Salah á fjærstöngina og staðan 1:1.

Cody Gakpo að skora fyrra jöfnunarmark Liverpool.
Cody Gakpo að skora fyrra jöfnunarmark Liverpool. AFP/Oli Scarff

Fulham komst aftur yfir á 76. mínútu þegar Rodrigo Muniz potaði boltanum framhjá Alison í markinu eftir fyrirgjöf frá Robinson.

Liverpool-menn voru hvergi nær hætti og Diogo Jota, sem kom inn á sem varnarmaður,  skoraði jöfnunarmark Liverpool á 86. mínútu.

Darwin Nunez, sem kom einnig inn á sem varamaður, kom með sendingu á Jota sem tók snúning, lék á varnarmann og setti boltann í netið.

Níu mínútum var bætt við og Liverpool-menn lágu í sókn frá seinna jöfnunarmarkinu en náðu ekki að koma boltanum í markið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 2:2 Fulham opna loka
90. mín. Leno með mikilvæga snertingu á boltann eftir hættulega fyrirgjöf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert