Newcastle United valtaði yfir Leicester City, 4:0, í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
Jacob Murphy kom Newcastle yfir eftir hálftímaleik. Staðan í hálfleik 1:0, Newcastle í vil.
Bruno Guimares og Alexander Isak skoruðu annað og þriðja mark Newcastle snemma í síðari hálfleik. Murphy innsiglaði síðan sigur Newcastle með sínu öðru marki.
Úrslitin þýða að Newcastle er í 11. sæti með 23 stig. Leicester er í 16. sæti með 14 stig.
Ipswich vann dramatískan sigur gegn Wolves, 2:1, í fallbaráttuslag á Molineux-vellinum í dag.
Matt Doherty, varnarmaður Wolves, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og var Ipswich yfir, 1:0, í hálfleik.
Brasilíumaðurinn Matheus Cunha jafnaði metin fyrir Úlfana á 72. mínútu. Jack Taylor skoraði síðan sigurmark Ipswich á fjórðu mínútu í uppbótartíma.
Wolves situr í 19. sæti með níu stig en Ipswich er sæti fyrir ofan með níu stig.