Fyrirliðinn féll með tilþrifum (myndskeið)

Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, féll með tilþrifum eftir viðskipti við Rasmus Höjlund, sóknarmann Manchester United, í nágranna- og erkifjendaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Walker og Höjlund stungu höfðum saman og féll enski varnarmaðurinn skyndilega í jörðina.

Staðan var 1:0 fyrir Man. City þegar atvikið átti sér stað og fengu báðir gult spjald fyrir vikið. Man. United vann svo ótrúlegan 2:1 endurkomusigur.

Viðskipti Walkers og Höjlunds má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert