Skotinn Russell Martin hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs enska félagsins Southampton.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu en Southampton tapaði fyrir Tottenham, 5:0, á heimavelli í kvöld og er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig.
Martin, sem lék yfir 300 leiki með Norwich og 29 landsleiki fyrir Skotland sem leikmaður, tók við Southmapton í fyrrasumar og kom liðinu upp í úrvalsdeildina.
Hann hefur áður stýrt Swansea og MK Dons.