Slot í leikbann

Arne Slot fórnar höndum í leiknum í gær.
Arne Slot fórnar höndum í leiknum í gær. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er kominn í leikbann eftir að hafa fengið sitt þriðja gula spjald á tímabilinu í jafntefli liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leiknum lauk 2:2 og fékk Slot spjald fyrir mótmæli eftir að leikmaðurinn Curtis Jones hafði fengið gult spjald fyrir tæklingu í síðari hálfleik.

Hollenski stjórinn tekur út leikbannið á miðvikudagskvöld þegar Liverpool heimsækir Southampton í átta liða úrslitum enska deildabikarsins.

Slot verður því mættur aftur á hliðarlínuna þegar Liverpool heimsækir Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert